List Headline Image
Updated by Ingvi Hrannar Ómarsson on Jan 04, 2015
Headline for App ársins að mati lesenda
 REPORT
9 items   1 followers   9 votes   1.87k views

App ársins að mati lesenda

Podcast

Podcast appið frá Apple er ótrúlega vel heppnað, einfalt í notkun og er framtíðin í útvarpi (og kannski sjónvarpi).

3

Tackk

Tackk

Tackk virðist vera eins og hver annar bloggvettvangur og svipar til Tumblr. En þegar þú prófar þetta þá sérðu hvað Tackk er fáránlega einfalt… og þú getur búið til hvað sem er, deilt því hvar sem er, fengið þitt eigið Tackk URL and breytt/bætt þetta skjal hvenær sem er…. ólíkt plakati eða .pdf skjali.

Evernote

Evernote gerir mér kleift að geyma m.a. greinar, .pdf skjöl, minnismiða, innkaupalista, uppskriftir og hugmyndir svo eitthvað sé nefnt. Það besta við Evernote er að geta notað það þvert á öll tæki. Klárlega eitt af bestu öppum þarna úti.

4

Nuzzel

Nuzzel

Nuzzel er app sem tekur saman vinsælustu fréttirnar/greinarnar sem vinir þínir á Facebook og/eða Twitter eru að tala um og deila. Það eru nokkuð mörg öpp til sem taka saman og búa til greinasafn fyrir þig en Nuzzel stendur uppúr

7

Pocket

Pocket

Pocket er ómissandi þáttur í að halda utan um það sem ég þarf að lesa. Þannig að þegar ég fer í gegnum Twitter, Zite eða Nuzzel fyrir daginn þá vista ég greinar og myndbönd í ‘vasann’ og skoða svo þegar ég hef tíma

9

Umano

Umano

Umano er ítalska fyrir Human/Manneskju enda ekki skrítið því þetta eru vinsælustu og áhugaverðustu fréttir og greinar hvaðanæva að, lesnar fyrir þig af alvöru manneskju. Þetta er svo mikil snilld þegar maður er að vinna, úti að ganga, að elda eða hvað sem er. Skráðu þig á http://umano.me/signup/VQ8114

Google Hangout

Hangouts on AIR gerir fólki kleift að spjalla saman og senda það út í beinni útsendingu (í gegnum YouTube).

TweetDeck

TweetDeck er nauðsynlegt app fyrir þá sem eru annað hvort með marga Twitter aðganga og/eða tekur þátt í spjalli á Twitter líkt og #menntaspjall eða einhverju hliðstæðu. Þetta hefur allavega auðveldað mér lífið mjög.

8

Padlet

Padlet

Padlet er eitt af þessum tólum sem eru snilld þegar kemur að skipulagi og samvinnu. Í raun er það bara veggur á netinu sem hver sem er getur skrifað á (ef þú vilt) en það getur líka bara verið veggur fyrir þig.