Það var óhemju spennandi að horfa á leik spánverja og íslendinga í dag, ef frá er talið 6-1 tímabilið. En maður hafði það á tilfinningunni að íslendingarnir gætu alveg eins unnið þennan leik eins og Spánn. En þetta eru nú heimsmeistarar. Norðmenn voru götóttir á móti Ungverjum, en gerðu jafntefli eins og íslendingar. Svo er Geir Sveinsson orðinn þjálfari Magdeburg. Kannski fer hann í fótspor Alfreðs til Kielar og Alfreð tekur við landsliði Þýskalands. Engin takmörk fyrir því hvað við erum góðir í handbolta.